ellauri144.html on line 983: Óðinn er æðstur guða í norrænni og germanskri goðafræði, þar sem hann er guð visku, herkænsku, stríðs, galdra, sigurs og skáldskapar. Óðinn er andinn og lífskrafturinn í öllu sem hann skapaði. Með Vilja og Vé skapaði hann himin, jörð, Ask og Emblu. Óðinn lærði rúnirnar þegar hann hékk og svelti sjálfan sig í níu nætur í Aski Yggdrasils, þá lærði hann líka Fimbulljóðin níu.
ellauri144.html on line 985: Á jörðinni birtist Óðinn mönnum sem gamall eineygður förumaður í skikkju og með barðabreiðan hatt eða hettu og gengur þá undir mörgum nöfnum. Hann getur haft hamskipti hvenær sem er og sent anda sinn í fugls- eða dýrslíki erinda sinna og hann getur ferðast til dauðraheims ef honum hentar.
ellauri144.html on line 987: Óðinn ríður hinum áttfætta Sleipni og tveir úlfar fylgja honum, sem bera nöfnin Geri og Freki, einnig á hann tvo hrafna, Huginn og Munin, sem flytja honum tíðindi. Í Valhöll koma til hans vopndauðir menn.
ellauri144.html on line 989: Óðinn var sífellt að sækjast eftir meiri visku. Hann gekk til Mímis við Mímisbrunn einn daginn. Hann vildi fá að drekka úr brunni hans og fékk það í skiptum fyrir annað auga sitt.
ellauri144.html on line 991: Óðinn átti spjót (Gungnir) sem gerði honum fært að ráða gangi bardaga og því var gott að heita á hann í stríði.
5